Biður Tsipras um að herða höftin

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu AFP

Evrópski seðlabankinn tilkynnti í kvöld um að fjárhagsstuðningur bankans við Grikkland verði óbreyttur frá því sem hann hefur verið frá 26. júní. Margir biður spenntir eftir ákvörðun bankans og sennilega engir spenntari en Grikkir. Í tilkynningunni kemur fram að það var gríska ríkisstjórnin sem óskaði eftir að fjárhagsaðstoðin yrði óbreytt.

Það sem hins vegar breytist er að til þess að grísku bankarnir fái áframhaldandi aðstoð verða þeir að leggja fram verðmætari veð. Evrópusambandið hefur tilkynnt opinberlega um það hversu traust veðin þurfa nú að vera. 

Í frétt E24 kemur fram að það brjóti gegn vinnureglum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að veita þjóð sem er í eins miklum lausafjárvanda og Grikkir, áframhaldandi neyðarlán. 

Í síðustu viku ákvað gríska ríkisstjórnin að bönkum í landinu yrði lokað þar til fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var svo ákveðið að framlengja lokunina, alla veganna fram yfir miðvikudaginn. Lausafjárvandræði grísku bankanna benda til þess að svo gæti farið að þeir verði lokaðir alla vikuna.

Nú í kvöld er Mario Draghi seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans sagður eiga í viðræðum við Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands. Talið er að Draghi muni biðja Tsipras um að herða fjármagnshöftin enn frekar en höftin voru sett á í síðustu viku. 

Grikkir mega nú mest taka ú 60 evrur úr hraðbönkum fyrir utan eina undantekningu sem samþykkt var síðasta miðvikudag. Þá fengu grískir ellilífeyrisþegar að taka út ellilífeyrisgreiðslurnar sínar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert