Pútín heitir Grikkjum stuðningi

AFP

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, ræddi við þá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, í síma í dag, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar. Pútín á að hafa lýst yfir stuðningi við grísk stjórnvöld og sagt að hann standi við bakið á grísku þjóðinni eftir að hún hafnaði samningnum við lánadrottna. Eiga þeir að hafa rætt um að auka tengsl ríkjanna tveggja í símtalinu.

Yfirvöld í Grikklandi reyna nú að safna saman nægu fé til þess að hægt verði að opna banka landsins á morgun en þeir hafa verið lokaðir í viku.

Samkvæmt Guardian eru hraðbankar óðum að tæmast í Aþenu og erfitt fyrir fólk að taka út peninga. Einungis má taka út 60 evrur á dag og er erfitt að fá annað en 50 evrur í dag og virðist sem 20 evru seðlar séu uppurnir. 

Tsipras fundaði í morgun með leiðtogum annarra stjórnmálaflokka í Grikklandi og forseta landsins þar sem afdráttarlaus niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var rædd. Von er á því að hann tilnefni nýjan fjármálaráðherra síðar í dag eftir að Yanis Varoufakis tilkynnti óvænt um afsögn sína í morgun.

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sést hér taka í höndina á …
Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras sést hér taka í höndina á forseta Rússlands, Vladimír Pútín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert