Sigurkossinn vekur athygli

Kossinn frægi.
Kossinn frægi. AFP

Það fyrsta sem Abby Wambach, leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerði í gær eftir að hafa unnið HM í Kanada var að smella kossi á eiginkonu sína, Sarah Huffman. Kossinn hefur vakið mikla athygli og hafa myndir af honum farið víða um netið í dag.

Margir hafa deilt myndinni undir myllumerkinu #LoveWins en eins og kunnugt er sló hæstiréttur Bandaríkjanna því föstu í síðasta mánuði að hjónaband sé stjórnarskrárvarinn réttur allra og eru samkynja hjónabönd því loks lögleg í öllum ríkjum landsins.

Er kossinn sagður táknmynd þess að ástin sigrar allt, og segja margir hann vera hápunkt heimsmeistaramótsins. Wambach og Huffman hafa verið giftar síðan árið 2013, en hjónaband þeirra var þó ekki viðurkennt í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna fyrr en þann 26. júní sl. 

Sjá einnig: „Ég hélt að ég væri í himnaríki“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert