Felur ekki lengur sannleikann

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP

„Þetta skiptir miklu máli þar sem hann hefur reynt að fela sannleikann frá almenningi í mörg ár. Svo við erum mjög þakklát að sannleikurinn sé nú ljós,“ segir Gloria Allred, lögmaður konu sem talin er vera fórnarlamb sjónvarpsstjörnunnar Bill Cosby.

Síðastliðið ár hafa 35 konur stigið fram og sakað Cosby um að hafa misnotað sig en hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Frétt mbl.is: Cosby viðurkenndi brot sitt

Sjón­varps­stjarn­an Bill Cos­by játaði í vitna­leiðslum árið 2005 að hafa byrlað konu eit­ur­lyf og mis­notað kyn­ferðis­lega. Frétta­veit­an AP greindi frá þessu í gærkvöldi en hún hef­ur und­ir hönd­un­um gögn úr dóms­máli sem lauk með dóms­sátt árið 2006.

Allred sagði í samtali við BBC að Cosby hefði reynt að forðast að svara spurningum um málið. Nú liggi svarið aftur á móti fyrir og getur hann því ekki skipt um umræðuefni, dansað í kringum málið og falið sannleikann líkt og hann hefur gert í viðtölum, sagði Allred.

Söngkonan Jill Scott greindi frá því á Twitter að hún sæi eftir að hafa stutt Cosby þegar fjöldi kvenna sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi og hefur hún nú dregið stuðnings sinn til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert