Framkvæmdu „aftöku“ á hópeflisdegi

Talið er að myndbandið sé tekið í go-kart höll
Talið er að myndbandið sé tekið í go-kart höll Ljósmynd/Skjáskot

Sex starfsmenn breska HSBC-bankans hafa verið látnir taka pokann sinn eftir að „andstyggilegt“ grínmyndband þeirra barst til yfirmanna bankans. Myndbandið sýnir fimm svartklædda starfsmenn með lambhúshettur leika eftir afhöfðun að hætti ríkis íslams, en „fórnarlambið“ krýpur í appelsínugulum galla og er „myrt“ með herðatré. Þá hrópa „böðlarnir“ „Allahu Akbar“ þegar aftakan svokallaða fer fram. Talið er að myndbandið sé tekið á hópeflisdegi starfsmanna í go-kart-höll.

Breski miðillinn The Sun greindi fyrst frá málinu, en ákveðið var að segja mönnunum umsvifalaust upp störfum eftir að það varð opinbert. „Myndbandið er andstyggilegt og við biðjum þá afsökunar sem kunna að hafa móðgast,“ sagði m.a. í yfirlýsingu frá bankanum.

Frétt Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert