Hundruð vilja verja ósiðsamar konur

Hantöku kvennanna mótmælt
Hantöku kvennanna mótmælt AFP

Hundruð lögmanna hafa óskað eftir því að verja tvær konur sem réttað er yfir í Marokkó vegna klæðaburðar þeirra.

Réttarhöldin hófust í gær en konurnar voru handteknar um miðjan júní fyrir að klæðast fatnaði sem þótti ögrandi.

Konurnar voru handteknar í borginni Agadir eftir að þær höfðu gengið í gegnum markað í klæðnaði sem vakti reiði meðal annarra gesta á markaðnum. Dómur verður kveðinn upp 13. júlí segir Fouzia Assouli, sem stýrir jafnréttissamtökunum LDDF.

Konurnar, sem eru 19 og 23 ára hárgreiðslukonur, eru ákærðar fyrir ósiðsamlegt athæfi og eiga yfir höfðu sér allt að tveggja ára fangelsi. Fleiri hundruð lögmenn hafa tekið málstað þeirra og mættu margir þeirra í réttarsalinn í gær. Alls skráðu 500 lögmenn sig sem verjendur kvennanna tveggja en vegna þess hversu lítill réttarsalurinn er þá fengu aðeins 200 þeirra að vera viðstaddir réttarhöldin í gær.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert