Kom Bill Cosby til varnar

Whoppi Goldberg.
Whoppi Goldberg. Af Wikipedia

Whoopi Goldberg hefur nú komið Bill Cosby til varnar í kjölfar fregna þess efnis að hann hafi játað í vitna­leiðslum árið 2005 að hafa byrlað konu eit­ur­lyf og mis­notað kyn­ferðis­lega. Á Cosby að hafa viðurkennt að byrlað konunni eiturlyfið „quaalude“ sem hefur svæfandi áhrif. 

Fox News segir frá þessu.

Goldberg tjáði sig um málið í sjónvarpsþætti sínum „The View“ í morgun.

„Við sjáum hvað gerist,“ sagði Goldberg um málið. „Þegar að frekari upplýsingar koma í ljós, þá getur fólk dæmt. Ég er ekki hrifin af því þegar fólk dæmir of fljótt.“

Fyrri frétt mbl.is: „Vorum kallaðir lygarar“

Hún bætti við að henni væri sama hvað fólk myndi segja við þessari skoðun sinni. „Sparið skilaboðin, sparið ljótu ummælin. Mér er sama. Ég segi þetta því þetta er mín skoðun, og í Bandaríkjunum, enn, ég veit að þetta er áfall, er maður er saklaus þar til sekt er sönnuð,“ sagði hún og bætti við að enn ætti eftir að sanna sök Cosby.

Meðstjórnandi Goldberg, Raven Symoné, sem lék í The Cosby Show ásamt Cosby, átti erfitt með að tjá sig um málið. Hún viðurkenndi fyrir Goldberg að þetta umræðuefni væri erfitt fyrir hana.

„Ég vil eiginlega ekki ræða þetta því hann er ástæðan fyrir því að ég er í þessum þætti. Hann réð mig í mína fyrstu vinnu“ sagði hún.

Goldberg sagði jafnframt brandara í þættinum. „Sem fyrrum notandi „quaalude“, ég biðst afsökunar, en níundi áratugurinn var mjög skemmtilegur.“

Annar stjórnandi þáttarins benti Goldberg hinsvegar á að sá tími hafi augljóslega ekki verið „skemmtilegur fyrir alla“. Umræðan um Cosby hætti fljótlega í þættinum en ummæli Goldberg hafa vakið hörð viðbrögð á Twitter.

Goldberg hefur áður varið Cosby í þætti sínum. Hér má sjá ummæli hennar úr þættinum síðan í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert