Tsipras beðið með eftirvæntingu

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því hvað forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, hefur fram að færa á leiðtogafundi evruríkjanna sem hefst síðdegis í Brussel. Samkvæmt frétt BBC er talið að hann muni fara fram á 30% lækkun skulda, en alls nema skuldirnar 323 milljörðum evra. Ekki verði byrjað að greiða af lánum fyrr en eftir 20 ár.

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hvetja Grikki til þess að leggja fram áætlun sem mark sé á takandi. François Hollande, Frakklandsforseti og Angela Merkel kanslari Þýskalands segja mikilvægt að tilboð Grikkja liggi sem fyrst fyrir svo hægt sé að finna lausn á vanda Grikkja.

Bankar eru lokaðir í Grikklandi í dag og verða í fyrsta lagi opnaðir á fimmtudag. Víða er skortur á lausafé í hraðbönkum og hafa margir lent í vandræðum með að taka út þær 60 evrur sem heimilt er að taka út á degi hverjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert