Samkomulag í höfn í Brussel

Angela Merkel, Francois Hollande og Alexis Tsipras ræða málin en …
Angela Merkel, Francois Hollande og Alexis Tsipras ræða málin en leiðtogar evruríkjanna 19 hafa fallist á þá málamiðlun sem þau náðu í morgun. AFP

Leiðtogar Grikklands, Frakklands, Þýskalands og Evrópusambandsins hafa lagt fram málamiðlun í viðræðum við Grikki um skuldavanda landsins. Það er nú í höndum annarra leiðtoga á evrusvæðinu að taka ákvörðun um framhaldið. Þetta er niðurstaða fundar þeirra nú undir morgun.

Uppfært klukkan 6:54

Svo virðist sem leiðtogar evruríkjanna hafi samþykkt málamiðlunina því forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, hefur skrifað á Twitter að samkomulag hafi náðst. Það þýðir að leiðtogar ríkjanna 19 hafi samþykkt málamiðlunina.

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, kanslari Þýskalands, Angela Merkel, forseti Frakklands, Franço­is Hollande og Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, komust loks að samkomulagi um ákveðna málamiðlun í viðræðum um skuldavanda Grikkja.

Samþykkt samhljóða

Á Twitter segir Tusk að samkomulagið hafi verið samþykkt samhljóða. Nú geti lánapakkinn komist í framkvæmd en samkomulagið feli í sér raunverulegar umbætur og fjárhagsstuðning.

Ekki hefur verið greint nákvæmlega frá því hvað felst í samkomulaginu en fundur leiðtoga evruríkjanna hefur staðið yfir í meira en sextán klukkustundir.

Grikkir voru ósáttir við tillögur fjármálaráðherra evruríkjanna og töldu þær mjög slæmar. Eru Grikkir einkum sagðir ósáttir við þá kröfu að þeir framselji yfirráðin yfir ríkiseignum, að verðmæti 50 milljarða evra, í hendur evrusvæðisins. Yrði það gert sem trygging fyrir því að Grikkir ráðist í umfangsmikla einkavæðingu þar í landi. Standi grískir ráðamenn hins vegar ekki við kröfuna um einkavæðingu verða eignirnar seldar. Þá er þeim möguleika einnig haldið opnum að Grikkland yfirgefi evrusvæðið tímabundið til nokkurra ára náist ekki samkomulag við alþjóðlega lánardrottna.

Talsmaður Tusk, Preben Aamann segir á Twitter að leiðtogarnir hafi mætt aftur á fund hinna leiðtoga evruríkjanna eftir að hafa rætt saman í nokkrar klukkustundir í nótt. Hann segir að þeir hafi mætt aftur á fundinn með málamiðlunarsamkomulag en útskýrir ekki nánar um hvað felist í þessu nýja samkomulagi.

Aftur á móti segir háttsettur grískur embættismaður að ekki hafi enn náðst samkomulag um ákveðin atriði varðandi efnahagsumbætur sem settar eru sem skilyrði fyrir því að Grikkir fái þriðja björgunarpakkann frá árinu 2010. 

„Við erum ekki komin með samning þar sem tvö stór mál hafa ekki enn verið leyst - hlutur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og 50 milljarða evra fjármögnunin í Lúxemborg,“ segir embættismaðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni. 

Þar vísar hann til þess að fjármálaráðherrar evrusvæðisins krefjast þess að AGS taki þátt í öllum þeim björgunaraðgerðum sem farið verður í varðandi Grikki og að gerð sé krafa um að Grikkir seti sem veð ríkiseignir sem metnar eru á 50 milljarða evra sem á að einkavæða.

„Afgangurinn er í lagi en samt sem áður ekkert sértaklega mikið í lagi. Ef byssu væri beint að höfði þínu þá myndir þú líka segja að þetta væri í lagi,“ bætir heimildarmaður AFP við.

„Framtíð Evrópu er í húfi

Það hefur gengið á miklu innan vébanda evrusvæðisins undanfarna sólarhring og eflaust léttir hjá mörgum að samkomulag hafi náðst nú fyrir skömmu.

Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í viðtali við franska útvarpið í morgun að brotthvarf Grikkja út úr evrusamstarfinu hefði verið stórslys, bæði fyrir Grikki og evruna. Honum virðist hafa orðið að ósk sinni því ekki er lengur rætt um að Grikkir verði látnir yfirgefa svæðið (Grexit) ef marka má fyrstu fréttir af samkomulaginu í Brussel. 

Valls segir að útganga hefði verið skelfileg fyrir Grikki sem hefðu þá þurft að ganga í gegnum efnahagslegar og félagslegar hörmungar sem gætu haft fordæmalausar afleiðingar í för með sér. Miklu alvarlegri en þær sem þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum undanfarin ár.

Að sögn Valls hefði Grexit einnig haft mikil og vond áhrif á evrusvæðið sjálft sem myndi laskast við það og veikjast. „Framtíð Evrópu er í húfi,“ bætti Valls við í viðtalinu.

<blockquote class="twitter-tweet">

EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for <a href="https://twitter.com/hashtag/Greece?src=hash">#Greece</a> with serious reforms &amp; financial support

— Donald Tusk (@eucopresident) <a href="https://twitter.com/eucopresident/status/620486708233129984">July 13, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Agreement

— Charles Michel (@CharlesMichel) <a href="https://twitter.com/CharlesMichel/status/620482680023588864">July 13, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert