Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja

George Osborne er mættur til Brussel
George Osborne er mættur til Brussel AFP

Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, segir að fjármunir breskra skattborgara verði ekki notaðir til þess að bjarga Grikkjum. Þetta herma heimildir BBC.

Á Osborne að hafa sagt við aðra ráðherra í ríkisstjórninni að það kæmi ekki til greina að nota fé frá ríkjum Evrópusambandsins í brúarlán í björgunarpakkanum. Því með því væri verið að brjóta gegn samkomulagi um að neyðarsjóður ESB verði ekki nýttur til þess að gangast í ábyrgð fyrir slíkum lánum. 

Í dag munu fjármálaráðherrar ESB ríkjanna 28 hittast á fundi í Brussel og ræða málefni Grikklands.

Það var árið 2010 sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því að hann náð fram samkomulagi um að Evr­ópski viðbragðasjóðurinn fyr­ir fjár­mála­stöðug­leika (e. Europe­an Fin­ancial Stabilisati­on Mechan­ism, EFSM) yrði ekki nýttur í fleiri björgunaraðgerðir evruríkja eftir að hann var notaður við að aðstoða Írland og Portúgal. Þess í stað myndi ábyrgðin vera í höndum evruríkjanna.

Upplýsingar um EFSM

Í frétt Financial Times kemur fram að Martin Selmayr, starfsmannastjóri Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, hafi hug á að fá að nota EFSm til þess fjármagna brúarlán. Samkvæmt FT eiga Frakkar að vera hrifnir af þeirri hugmynd.

BBC

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...