Eiturlyfjabaróninn hótaði Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Mexíkóski eit­ur­lyfja­barón­inn Joaquín „El Chapo“ Guz­mán sem flúði úr fangelsi um helgina hótaði Donald Trump á Twitter eftir að hann var kominn út. 

Trump hefur áður sagt að Guzmán sé „allt það sem er að Mexíkó“ og eftir að hann slapp úr fangelsinu sagðist hann geta lumbrað á honum. 

Eftir tíst milljarðamæringsins og forsetaframbjóðandans birtist svar á Twitter-síðu El Chapo þar sem hann skrifaði: „ef þú heldur áfram að pirra mig mun ég láta þig éta orðin þín helvítið þitt.“

Samkvæmt frétt New York Daily News hafði Trump samband við alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem rannsakar nú hótunina, en talið er að sonur El Chapo sjái um Twitter-aðganginn.

Guzman flúði úr fangelsi fyr­ir utan Mexí­kó­borg en ör­ygg­is­gæsla þar er meiri en geng­ur og ger­ist. Þetta er í annað skiptið á fjór­tán árum sem Guzm­an flýr úr fang­elsi.

Guzm­an flúði fyrst úr fang­elsi árið 2001 en slapp úr haldi með því að fela sig í þvotta­körfu. Það var ekki fyrr en í fe­brú­ar í fyrra sem hann var hand­tek­inn á ný af her­mönn­um í Mazatl­an, sem er á vest­ur­strönd Mexí­kó, en svæðið er vin­sæll ferðamannastaður.

Guz­mán flúði í gegn­um löng göng sem eiga upp­tök sín und­ir sturt­unni í fanga­klefa hans. Eft­ir að hann hvarf sjón­um kom í ljós að hola, tíu metra djúp, und­ir sturt­unni. Hafði stiga verið komið fyr­ir í hol­unni. Göng­in eru 1,5 km að lengd með loftræst­ingu og ljósa­kerfi en um er að ræða bygg­ingu í ör­ygg­is­fang­els­inu sem  verið er að gera upp.

Vél­hjól fannst í göng­un­um og er talið að það hafi verið notað til þess að flytja verk­færi inn í göng­in og jarðveg úr göng­un­um. Göng­in eru 1,7 metri á hæð og um 80 cm víð. Þegar hef­ur verið ákveðið að yf­ir­heyra átján fanga­verði af sak­sókn­ara vegna máls­ins. 

Guzm­an, sem stýrði Sinaloa-glæpa­sam­tök­un­um, var álit­inn hættu­leg­asti glæpa­maður Mexí­kó og höfðu banda­rísk yf­ir­völd sett fimm millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til höfuðs hon­um. Guzm­an er sagður standa á bak við meiri­hluta þeirra of­beld­is­verka sem hafa verið fram­in í Mexí­kó í tengsl­um við fíkni­efnaviðskipti á und­an­förn­um árum.

Joaquin Guzman Loera, eða öðru nafni
Joaquin Guzman Loera, eða öðru nafni "el Chapo Guzman". AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert