Færður í skelfilegasta fangelsið

Dzhok­h­ar Ts­arna­ev.
Dzhok­h­ar Ts­arna­ev. AFP

Dzhok­h­ar Ts­arna­ev, sem ásamt bróður sín­um Tamerl­an stóð að sprengju­árás­inni á Bost­on-maraþonið 2013, hefur nú verið færður í ADX öryggisfangelsið sem þykir það skelfilegasta í Bandaríkjunum.

Dóm­ari við al­rík­is­dóm­stól í Banda­ríkj­un­um dæmdi hinn 21 árs gamla Ts­arna­ev til dauða í síðasta mánuði, en árásin kostaði þrjá lífið og særði 264 aðra. 

Ts­arna­ev var í þessari viku færður í ADX fangelsið, sem er staðsett í Florence í Colorado, en það er einnig þekkt sem „Supermax,“ „Alcatraz of the Rockies“ og „American gulag“. Í fangelsinu sitja aðeins hættulegustu glæpamenn Bandaríkjanna, meðal annars Zacarias Moussaoui, einn þeirra sem skipu­lagði hryðju­verk­in á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2011, Terry Nichols, til­ræðismaður­inn í Okla­homa­borg og Joseph Swango - öðru nafni herra dauði (Dr De­ath) fjölda­morðingi sem eitraði fyr­ir sex­tíu sjúk­ling­um sín­um.

Alls hýsir fangelsið tæplega fimm hundruð fanga, en mannréttindasamtökin Amnesty International telja að starf­semi þessa ill­ræmda fang­els­is brjóti jafn­vel gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna þar sem refsingum sem beitt er innan þess eru á mörkum þess mannlega.

Fang­arn­ir eru læst­ir inni klef­um sín­um sem eru litlu stærri en hefðbundið kló­sett að stærð. Pínu­lítið gat er á út­vegg klefa þar sem þeir geta með naum­ind­um séð út um. Þeir sjá ekki fjöll­in held­ur bara ský­in og hluta af fang­els­inu, ef þeir eru heppn­ir að sjá eitt­hvað út. Ólíkt öðrum fang­els­um þá eru sam­skipti við annað fólk nán­ast úti­lokuð. 

Ts­arna­ev mun sitja í fangelsinu þar til hann verður færður í fangelsi í Terre Haute í Indíana, þar sem hann verður tekinn af lífi. Við uppkvaðningu dómsins í síðasta mánuði bað Ts­arna­ev fórn­ar­lömb sín þar af­sök­un­ar en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig opinber­lega um málið.

„Ég vil nú biðja fórn­ar­lömb­in og þá sem komust lífs af af­sök­un­ar,“ sagði hann. „Ég er sek­ur.“ Það væri eng­inn vafi á því.

Kviðdóm­ur dæmdi hann ein­róma til dauða 15. maí síðastliðinn. Hann tjáði sig aldrei við rétt­ar­höld­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert