Vill umræðu um árásargjarna máva

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hefja þyrfti „ítarlega umræðu“ um hvernig bregðast ætti við fréttum um að árásum máva á fólk og gæludýr hefði fjölgað.

Forsætisráðherrann sagði þetta í útvarpsviðtali eftir að breskir fjölmiðlar skýrðu frá því að mávar hefðu drepið að minnsta kosti tvo hunda í Cornwall, auk þess sem fuglarnir hefðu valdið meiðslum á fólki og stolið matvælum, að sögn fréttavefjar The Telegraph.

Þar er tekið fram að stjórn Camerons hafði ákveðið að fella niður fjárveitingu til rannsókna á árásargjörnum mávum vegna þess að þær væru ekki í forgangi. Cameron tók fram að mávarnir væru verndaðir en sagði að ljóst væri að eitthvað þyrfti að gera í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert