Drápu 18 almenna borgara

Gengið um rústir borgarinnar Aleppó.
Gengið um rústir borgarinnar Aleppó. AFP

Sýrlenskar hersveitir drápu í dag minnst 18 almenna borgara er þeir skutu á loft eldflaug sem hafnaði á íbúðabyggð í Aleppó, næst stærstu borg landsins. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum frá sam­tök­un­um Syri­an Observatory for Hum­an Rights, sem starfandi eru í Bretlandi, voru fjölmargir almennir borgarar inni í þeim húsum sem eldflaugin lenti á.

„Fólk var enn í húsum sínum þegar eldflaugin kom niður í hverfinu Maghayir. Hún drap 18 almenna borgara, þar af eitt barn, og særði fjölmarga til viðbótar,“ segir Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri Observatory, í samtali við fréttaveitu AFP.

Ljóst er að eldflaug stjórnarhersins hefur verið gríðaröflug þar sem hún skemmdi minnst 35 hús og íbúðir í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert