Keníumenn gera grín að CNN á twitter

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á flugvellinum í Nairobi ásamt forseta …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á flugvellinum í Nairobi ásamt forseta Kenía, Uhuru Kenyatta. AFP

Bandaríska fréttastöðin CNN kallaði heimsókn Barack Obama til Kenía ferð til lands sem væri gróðarstía hryðjuverka. Keníumenn hafa hæðst að þessari orðræðu á samfélagsmiðlinum Twitter. 

„Barack Obama er ekki eingöngu á leið til heimalands föður síns, heldur er hann á leið til gróðarstíu hryðjuverka,“ sagði fréttaþulur CNN. Vísaði hún þar í sómalísku hryðju­verka­sam­tök­in Shebab en þau gerðu árás á West­ga­te versl­un­ar­miðstöðina í Nairobi fyr­ir tveim­ur árum með þeim af­leiðing­um að 67 lét­ust.

Íbúar Kenía hafa gert grín að þessum ummælum og hæðst að þeim, eins og sjá má hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert