Trump hætti sér að landamærunum

Auðjöfurinn og forsetaframbjóðandinn Donald Trump fór að landamærum Texas og Mexíkó í gær til að fordæma ólöglega innflytjendur og reyna að höfða til kjósenda að suðuramerískum uppruna.

Það er óhætt að segja að Trump hafi ekki tekist að vinda ofan af þeirri ímynd sinni að honum sé meinilla við Mexíkóa. Margir ákváðu að hunsa heimsókn hans, m.a. landamæraverðir.

Trump sagði nýverið að Mexíkóar kæmu með eiturlyf til Bandaríkjanna og væru nauðgaðar. Hann sagðist þó hafa heyrt að sumir þeirra væru ágætir.

Frétt mbl.is: Hversu ríkur er Trump?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert