Veitir liðhlaupum sakaruppgjöf

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad.
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad. AFP

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, veitti í dag liðhlaupum úr stjórnarher landsins sakaruppgjöf að því tilskildu að þeir gefi sig fram.

Að sögn sýrlenska ríkisfjölmiðilsins SANA munu allir þeir sem hafa svikist undan merkjum og komist undan herskyldu eiga rétt á sakaruppgjöf. Þeir sem hafa flúið Sýrland hafa nú tvo mánuði til að gefa sig fram og ljúka herskyldu. Þeir sem eru enn í landinu hafa hins vegar aðeins einn mánuð. Eftir það rennur tilboðið út.

Fram kemur í frétt AFP að þetta sé í annað skipti frá því að styrjöldin braust út í landinu sem Assad ákveður að veita liðhlaupum úr stjórnarhernum sakaruppgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert