Klippti efri hluta rútunnar af

Mynd af rútunni eftir slysið.
Mynd af rútunni eftir slysið. Skjáskot/Dailymail

Sex farþegar í rútu á leið frá Bilbao á Spáni til Amsterdam í Hollandi slösuðust alvarlega í slysi í morgun. Bílstjóri rútunnar, sem er í eigu spænsks fyrirtækis, reyndi að aka rútunni undir lága brú, með þeim afleiðingum að þak hennar skarst af.

Atvikið átti sér stað í norðurhluta Frakklands, rétt fyrir utan borgina Lille, og segir Frederic Fevre, saksóknari í Lille, að sex manns væru alvarlega slösuð eftir slysið, en um borð í rútunni voru 58 farþegar.

Brúin sem rútubílstjórinn reyndi að aka undir er takmörkuð við farartæki sem eru undir 2,6 metra há. 28 farþegar rútunnar til viðbótar særðust, en flestir farþeganna voru spænskir nemar á aldrinum 18 til 29 ára.

Carlota, spænsk stúlka sem var um borð þegar slysið varð, segir flesta farþeganna hafa verið sofandi og að fæstir hefðu áttað sig á því hvað hafi skeð. „Skyndilega var þakið ekki lengur á,“ sagði hún.

Í frétt AFP segir að samkvæmt tveimur vitnum að slysinu fóru farþegar í afturhluta rútunnar verst úr slysinu. Fevre segir að rútubílstjórinn, 59 ára að aldri, eigi góðan feril að baki sem rútubílstjóri, en rútubílstjórinn fullyrti við yfirvöld að hann hafi fylgt GPS leiðbeiningum þegar slysið varð..

Bílstjórinn var yfirheyrður í dag og mældist hvorki áfengi né önnur vímuefni í blóði hans að sögn yfirvalda.

Slökkvilið vann að því að koma rútunni undan brúnni.
Slökkvilið vann að því að koma rútunni undan brúnni. Skjáskot/Dailymail
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert