Barnaníð þögguð niður

AFP

Yfir eitt þúsund félagar í trúarhreyfingunni Vottar Jehóva í Ástralíu hafa gerst sekir um barnaníð án þess að brot þeirra hafi verið tilkynnt til lögreglu, samkvæmt rannsókn á barnaníði innan trúarhreyfingarinnar þar í landi.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla í Ástralíu og Bretlandi var tekið á barnaníðinu innan safnaðarins í stað þess að glæpirnir væru tilkynntir til lögreglu. Um er að ræða barnaníð sem ná aftur til sjötta áratugar síðustu aldar.

Söfnuðurinn eyddi gögnum um barnaníðið til þess að tryggja að þau myndu ekki lenda í röngum höndum og til þess að vernda eiginkonur níðinganna. Þetta kom fram við vitnaleiðslu yfir einum af öldunum safnaðarins í Sydney í morgun.

Í Guardian kemur fram að fórnarlömbin hafi verið neydd til þess að mæta níðingnum og fórnarlömbin látin upplifa sig sem syndara.

Kona sem varð fyrir ofbeldi af hálfu eins í söfnuðinum frá fimmtán ára aldri á níunda áratugnum en hún var vinkona níðingsins. Þegar upplýst var um ofbeldið þá var stúlkan látin koma á fund með tveimur úr öldungaráði Votta Jehóva ásamt níðingnum. Þar lék níðingurinn á alls oddi og gerði lítið úr ofbeldinu. Að lokum leið stúlkunni svo illa að hún gat vart talað um níðið sem hún varð fyrir og ofbeldismaðurinn neitaði að hafa brotið gegn henni.

Alls eru 68 þúsund manns í Vottum Jehóva í Ástralíu.

Guardian

ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert