Hörmulegt banaslys í rúllustiga

Konan náði að bjarga barni sínu en lést sjálf.
Konan náði að bjarga barni sínu en lést sjálf. Skjáskot af Youtube

Þrítug kínversk kona lést í verslunarmiðstöð eftir að gólfið gaf sig þegar hún steig út úr rúllustiga. Samkvæmt fréttum kínverskra fjölmiðla í dag tókst konunni að bjarga lífi barns síns áður en hún lést.

Xiang Liujuan hélt á syni sínum í fanginu þegar þau fóru upp rúllustigann á laugardag. Samkvæmt myndum úr öryggismyndavélum sést þegar þilja í gólfi verslunarmiðstöðvarinnar gaf sig þegar hún steig úr rúllustiganum. Konan hékk hálf upp úr gólfinu og tókst að ýta syni sínum frá sér og á myndum sést starfsmaður í verslunarmiðstöðinni ná honum.

Rúllustiginn hélt áfram að rúlla og nokkrum sekúndum síðar sést Xiang hverfa ofan í vélbúnað hans þrátt fyrir að sjónarvottar reyndu að bjarga henni með því að toga hana upp.

Það tók slökkviliðsmenn meira en fjóra klukkustundir að opna vélbúnað rúllustigans og ná líki konunnar upp. 

Skömmu áður hafði verið unnið að viðgerð á rúllustiganum í Anliang verslunarmiðstöðinni í Jingzhou í Hubei-héraði og höfðu viðgerðarmennirnir gleymt að skrúfa lokið, þar sem unnið var að viðgerðinni, á aftur. 

Sjá nánar hér

Hér að neðan er myndskeið af slysinu. Athugið að það er alls ekki fyrir viðkvæma. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rmfePAt0o5c" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert