Ákærðir fyrir drápið á Cecil

Cecil
Cecil AFP

Tveir veiðiþjófar verða leiddir fyrir dómara í Simbabve í dag vegna drápsins á ljóninu Cecil en þeir tóku þátt í að aðstoða auðugan bandarískan tannlækni við drápið á ljóninu sem var eitt ást­sæl­asta ljón Afr­íku og þekkt­ur fyr­ir þykk­an dökk­an makka. Hann var 13 ára gam­all þegar hann var lokkaður út úr þjóðgarði með beitu og skot­inn með boga og ör. Talið er að það hafi tekið Cecil um 40 klukku­stund­ir að deyja.

Cecil var lokkaður út úr Hwange þjóðgarðinum og drepinn fyrr í mánuðinum. Veiðimaðurinn, Walter James Palmer, er ástríðufullur veiðimaður frá Minnesota og greiddi hann 50 þúsund Bandaríkjadali fyrir veiðina.

Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við drápið heita Theo Bronkhorst, sem er atvinnuveiðimaður í Simbabve og landeigandi á svæðinu, Honest Ndlovu. Þeir verða ákærðir fyrir veiðiþjófnað en hvorugur þeirra hafði heimild til þess að láta drepa dýrið.

Ekki er minnst á Palmer í yfirlýsingu frá yfirvöldum en þar kemur fram að sonur Bronkhorts, Zane, væri eftirlýstur af lögreglu. 

Palmer skaut Cecil með boga og ör en skotið drap hann ekki. Þeir eltu hann uppi og fundu 40 tímum síðar og þá skutu þeir hann með byssu. Þeir reyndu að koma staðsetningarbúnaði sem var á ljóninu fyrir án árangurs en búnaðurinn var notaður í tilraun sem Cecil tók þátt í. Cecil var af­höfðaður og fláður en leif­ar hans fund­ist og eru sönn­un­ar­gögn í rann­sókn máls­ins.

 Hataðasti tannlæknir í heimi

Nafngreina þann sem drap Cecil

Afkvæmi Cecils verða drepin

Cecil fannst afhöfðaður og fleginn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert