För 37 þúsund manns stöðvuð við göngin

Flóttafólk á leiðinni yfir lestarteinana að Ermarsundsgöngunum.
Flóttafólk á leiðinni yfir lestarteinana að Ermarsundsgöngunum. AFP

För um 37 þúsund flóttamanna hefur verið stöðvuð í Ermarsundsgöngunum á þessu ári. Flóttafólkið reynir að komast frá Frakklandi til Bretlands. Rekstraraðilar ganganna segjast hafa eytt 13 milljónum evra, tæpum 2 milljörðum króna, í að efla öryggisgæslu og öryggismál almennt, vegna þessa.

Um 2.000 flóttamenn reyndu að kom­ast inn í Ermar­sunds­göng­in í nótt í frönsku hafn­ar­borg­inni Cala­is til Eng­lands. Einn flótta­mann­anna fannst lát­inn í morg­un.

„Sá þrýstingur sem við finnum nú fyrir hverja nótt er meiri en við ráðum við með góðu móti,“ segir í yfirlýsingu frá rekstraraðilum Ermarsundsganganna. „Þetta kallar á viðeigandi viðbrögð ríkjanna,“ segir ennfremur og er orðunum beint til Breta og Frakka. 

Um 2.000 flóttamenn reyndu að komast í gegnum Ermarsundsgöngin í …
Um 2.000 flóttamenn reyndu að komast í gegnum Ermarsundsgöngin í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert