Helsti leiðtogi talíbana allur

Mullah Omar árið 1993.
Mullah Omar árið 1993. Af Wikipedia

Mullah Omar, leiðtogi talíbana, er látinn. Í frétt BBC segir að stjórnvöld í Afganistan staðfesti þetta. Talíbanar hafa enn ekki staðfest fréttirnar. 

Talið er að Omar hafi dáið fyrir 2-3 árum. Sögusagnir um dauða hans hafa annað slagið sprottið upp að undanförnu en það er þó fyrst núna sem það fæst staðfest.

Omar hét fullu nafni Mullah Mohammed Omar Mujahid. Hann var sagður æðsti yfirmaður talíbana og andlegur leiðtogi þeirra. 

Hann leiddi talíbana til sigurs gegn afgönskum hermönnum í borgarastyrjöld er sovéskir herir fóru frá landinu á sínum tíma.

Hann vann náið með Osama Bin Laden, leiðtoga al-Qaeda. Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001 var hans leitað og var hann í felum allt frá því. Bandarísk stjórnvöld settu fé til höfuðs honum. 

Á undanförnum árum hafa talíbanar birt nokkur skilaboð sem sögð eru vera frá Omar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert