Lent í skyndi vegna „dularfulls búnaðar“

Vél frá British Airways á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli …
Vél frá British Airways á leið til lendingar á Heathrow-flugvelli í London. AFP

Flugvél flugfélagsins British Airways, sem átti að lenda á Heathrow, var beint til Montreal í Kanada. Farþegum var sagt að „dularfullur búnaður“ væri um borð, segir í frétt Sky-fréttastofunnar um málið.

Vélinni, sem var að koma frá Las Vegas, var lent heilu og höldnu í Montreal og allir farþegar fóru frá borði. Lögreglan notaðist m.a. við hunda við leit um borð í vélinni er hún hafði verið rýmd. 

Einn farþegi segir í samtali við Sky að leitað hafi verið á öllum farþegum er þeir fóru frá borði. Farþegarnir þurfa líklega að tvelja í Montreal í nótt áður en þeir geta haldið för sinni til London áfram á morgun.  

Í tilkynningu frá British Airways segir að það hafa verið varúðarráðstöfun að lenda vélinni í Montreal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert