12 létust þegar herflugvél hrapaði

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu.
Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu. AFP

12 létust þegar kólumbísk herflugvél hrapaði í dag. Juan Manuel Santos, forseti landsins, segir ástæðuna vera vélarbilun.

Forsetinn sagði að flugmenn vélarinnar hafi sent frá sér skilaboð þess efnis að bilun hefði komið upp í vélinni skömmu áður en hún hrapaði. Enginn lifði slysið af.

Vélin hrapaði á Las Palomas svæðinu, 800 kílómetrun norðaustur af Bogóta, höfuðborg Kólumbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert