Barn lést í íkveikju landnema

Kveikt var í húsinu í Doma
Kveikt var í húsinu í Doma AFP

Palestínskt smábarn lést í íkveikju á Vesturbakkanum í nótt en talið er að gyðingar búsettir í landnemabyggðinni hafi kveikt í húsi fjölskyldunnar, að sögn ísraelsku lögreglunnar.

Fjölskylda barnsins, 18 mánaða gamals drengs, var í fastasvefni þegar kveikt var í heimili þeirra í þorpinu Douma, skammt frá Namblus. Foreldrar og eldri bróðir drengsins eru með minniháttar áverka en fjölskylduföðurnum tókst að bjarga konu sinni og eldri syni út úr brennandi húsinu. Árásarmennirnir skildu eftir sig veggjarkrot skammt frá þar sem stóð hefnd á hebresku.

Að sögn vitna var eldsprengju kastaða á húsið. Brennuvargarnir, sem voru fjórir talsins, kveiktu einnig í öðru húsi. Varnarmálaráðherra Ísraels segir íkveikjuna vera hryðjuverk.

Undir það tekur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, en hann segir árásina ekkert annað en hryðjuverk. Hann er miður sín vegna þessarar skelfilegu árásar sem sé ekkert annað en hryðjuverk hvernig sem á það er litið.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert