Lynn Anderson látin

Lynn Anderson á sviði í apríl 2011.
Lynn Anderson á sviði í apríl 2011. Wikipedia

Lynn Anderson, sem er einna þekktust fyrir að hafa sungið lagið I Never Promised You a Rose Garden, lést í gær, 67 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar segir að hún hafi dáið á Vanderbilt sjúkrastofnuninni í Nashville í Tennesseeríki í Bandaríkjunum.

Útgefandi söngkonunnar sagði samkvæmt frétt The Guardian að dánarorsök hennar hafi verið hjartaáfall.

Söngkonan náði fyrst athygli bandarísku þjóðarinnar þegar hún söng í sjónvarpsþáttunum The Lawrence Welk á árunum 1967 til 1969.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert