Sessunauturinn of plássfrekur og vill bætur

Flugvél Etihad
Flugvél Etihad Wikipedia

Ástralskur flugfarþegi hefur höfðað skaðabótamál get flugfélaginu Ethiad Airways. Ástæðan er slæmska í baki eftir að hann var látinn sitja við hlið manns sem er í yfirvigt í 14 tíma flugi milli sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sydney.

Í frétt BBC er haft eftir James Bassos að hann hafi þurft að snúa upp á líkama sinn til þess að forðast snertingu við sætisfélaga sinn í fluginu. Þetta hafi valdið bakáverkum og fer hann fram á 227 þúsund dollara, 22,2 milljónir króna, í miskabætur.

Etihad segir ekki koma til greina að greiða manninum eins og staðan er nú. Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að Bassos fái lokaniðurstöðu lækna í desember og allt og snemmt sé að ræða miskabætur á þessari stundu. Bassos höfðaði málið 2012 og hefur flugfélagið allt frá þeim tíma reynt að fá málinu vísað frá dómi án árangurs.

Dómari hefur nú fyrirskipað manninum að fara í læknisrannsókn en Bassos, 38 ára hönnuður frá Brisbane, segir að eftir fimm tíma flug hafi hann óskað eftir flutningi en flugliðar tjáð honum að vélin væri full.

Að lokum fékk hann að sitja í +áhafnarsæti aftast í vélinni en varð að snúa aftur í sæti sitt áður en að lendingu kom. Hann segist enn glíma við bakverki og á erfitt með svefn vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert