Vísa 2.000 Nígeríumönnum úr landi

Hermenn aðstoða fólk sem Boko Haram hafði rænt. Árásir samtakanna …
Hermenn aðstoða fólk sem Boko Haram hafði rænt. Árásir samtakanna hafa valdið óöld í Nígeríu. AFP

Kamerún hefur vísað 2.000 Nígeríumönnum, sem bjuggu ólöglega í landinu, úr landi í því skyni að tryggja betur öryggi landsins. Með þessu vill hann koma í veg fyrir mögulega sprengjuárásir Boko Haram í landinu.

Dagblaðið L’Oleil du Sahel segir að um 2.500 Nígeríumönnum hafi verið „smalað saman“ í Kousseri, í norðurjaðri landsins, og sent þá til Nígeríu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert