David Cameron vill herða eftirlit

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að sporhundum verði fjölgað og girðingar efldar til að sporna gegn því að farandfólk geti laumast um borð í flutningabíla í frönsku borginni Calais og komist þannig til Bretlands.

Calais er við munna Ermarsundsganganna. Mörg þúsund farandmenn frá Miðausturlöndum og Afríku hafa hreiðrað um sig á svæðinu næst göngunum og valdið töluverðum truflunum á samgöngum á milli Bretlands og Frakklands. Einnig hafa verkföll járnbrautarstarfsmanna í Frakklandi aukið á ringulreiðina að undanförnu.

Cameron hefur varað flótta­menn­ina við því að þeir geti ekki vænst þess að kom­ast í ör­uggt skjól breskra yf­ir­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert