Hafa mestar áhyggjur af innflytjendamálum

Flóttamenn hafa streymt til Evrópu undanfarið.
Flóttamenn hafa streymt til Evrópu undanfarið. AFP

Evrópubúar hafa ekki lengur mestar áhyggjur af efnahagserfiðleikum og háu atvinnuleysi, heldur eru innflytjendamál nú þeirra helsta áhyggjuefni, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Í nóvember síðastliðnum höfðu Evrópubúar mestar áhyggjur af ástandi efnahagsmála í álfunni, atvinnustiginu og skuldasöfnun.

Síðan þá hafa innflytjendamál verið mikið í deiglunni, en töluvert hefur til að mynda verið rætt um flóttamannavandann sem Evrópuríkin standa frammi fyrir.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á föstudag. 38% aðspurðra sögðust hafa mestar áhyggjur af innflytjendamálum, en 27% höfðu áhyggjur af efnahagsmálunum og 24% atvinnuleysinu.

Fram kemur í niðurstöðunum að innflytjendamálin séu aðaláhyggjuefni íbúa tuttugu Evrópuríkja. Hæst eru hlutföllin á Möltu, þar sem 65% sögðust hafa áhyggjur af málunum, og í Þýskalandi, þar sem hlutfallið er 55%.

Þá mældist stuðningur við evruna stöðugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert