Óvissa um afdrif Jericho

Ljónið Cecil var drepið í vikunni. Nú velta menn því …
Ljónið Cecil var drepið í vikunni. Nú velta menn því fyrir sér hvort bróðir hans hafi verið drepinn líka. AFP

Mismunandi fréttir berast nú af því hvort að bróðir ljónsins Cecil, Jericho, hafi verið skotinn fyrr í dag. Dýraverndunarsamtök Simbabve tilkynntu á Facebook fyrr í dag að ljónið hefði verið skotið, en aðeins nokkrir dagar eru síðan Cecil var skotin eftir að hafa verið lokkuð út úr Hwange-þjóðgarðinum þar sem hún hélt til. Fyrrnefnd dýraverndunarsamtök voru einmitt þau fyrstu til að greina frá drápinu á Cecil.

Samtök vina garðsins hafa aftur á móti sent frá sér yfirlýsingu um að Jericho sé ekki dáinn. Engar sannanir voru hins vegar gefnar upp sem staðfestu þá yfirlýsingu. Í frétt Guardian í kvöld er aftur á móti haft eftir Brent Stapelkamp, sem var einn þeirra sem setti eftirlitsbúnað á Jericho og hefur fylgst með honum, að Jericho sé á lífi og virðist hafa það gott.

Þá er haft eftir starfsmanni í garðinum að hann hafi séð Jericho með ljónynju fyrr um daginn og að hann væri væntanlega í mökunarhugleiðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert