Sex féllu í árásum Tyrkja

Liðsmaður í PKK.
Liðsmaður í PKK. AFP

Sex féllu í loftárásum Tyrkja á liðsmenn kúrdíska verkamannaflokksins PKK í dag. Árásirnar marka upphaf annarrar viku loftárása Tyrkja á Kúrda.

Um fjögur í nótt að tyrkneskum tíma féllu sprengjur tyrkneskra orrustuflugvéla á bæinn Zarkel á Rawanduz-svæðinu austan við Arbil, höfuðborg sjálfsstjórnarhéraðs Kúrda í Írak.

Fulltrúi yfirvalda á svæðinu, Nehro Abdulla, sagði að tvær konur væru á meðal þeirra sem létu lífið í árásinni, sem hann sagði hafa lagt fjölda bygginga í rúst. Hann gat ekki sagt til um hvort aðrir sem féllu hafi verið félagar í PKK, en samtökin eru bönnuð í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert