Svindl í lottóútdrætti? Myndskeið

Eitthvað er bogið við þennan útdrátt.
Eitthvað er bogið við þennan útdrátt. Skjáskot/Youtube

Lögreglan í Serbíu yfirheyrir nú ellefu einstaklinga eftir grun um svindl við útdrátt í lottóinu þar í landi síðastliðinn fimmtudag. Talan 21 birtist á skjánum áður en hún kom upp úr lottóvélinni, sem þykir ákaflega grunsamlegt.

Lottóið er mjög vinsælt í Serbíu og fólk í landinu er óánægt og saka þá sem sjá um lottóið um svindl. Meðal hinna ellefu yfirheyrðu er Aleksandra Gudelj, sú sem sá um útdráttinn umdeilda.

Yfirmenn lottósins segja málið byggt á misskilningi og að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. Lögreglan rannsakar öll gögn málsins, lottóvélina, tölvur og lottókúlurnar.

Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, segir að málið verði rannsakað. Verði einhver fundnir sekir verði þeir dæmdir fyrir gjörðir sínar. „Leiðin í fangelsi er ekki löng,“ sagði Vucic.

Frétt BBC um málið

Hér að neðan má sjá útdráttinn umdeilda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert