16 ára lést af sárum sínum

Maðurinn sem er grunaður um árásina heitir Yishai Shlissel.
Maðurinn sem er grunaður um árásina heitir Yishai Shlissel. AFP

Eitt ungmennanna sem voru stungin í Gay-Pride göngu í Jerúsalem á fimmtudaginn lést í dag af sárum sínum. Shira Banki var stungin af manni sem er sagður vera ofsatrúaður gyðingur, sem var sleppt úr fangelsi fyrir örfáum vikum. Hann sat inni fyrir sambærilegan glæp.

Hin fórnarlömbin fimm særðust mismikið í árásinni. Á föstudagsmorguninn, nokkrum klukkustundum eftir gönguna í Jerúsalem, réðust ísraelskir landnemar að húsi Palestínumanna og kveiktu í því með eldsprengjum. 18 mánaða barn lést og eru íbúar hússins á spítala með alvarleg brunasár.

Árásirnar hafa varpað ljósi á öfgasinnaða gyðinga í Ísrael. Árásirnar hafa leitt til aukinnar spennu og átaka milli Ísraela og Palestínumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert