27 látnir í flóðunum í Búrma

AFP

Sameinuðu þjóðirnir segja líklegt að fjöldi látinna af völdum flóðanna í Búrma muni aukast á næstu dögum. Forseti landsins hefur nú skilgreint fjögur héruð í vesturhluta landsins sem hamfarasvæði en gríðarlegar rigningar hafa valdið flóðum og aurskriðum víða í landinu.

Að minnsta kosti 27 manns hafa látið lífið.

Sameinuðu þjóðirnir benda á að um 156 þúsund manns hafi orðið fyrir áföllum vegna flóðanna í tólf héruðum. Sú tala gæti hins vegar verið hærri.

Flóðin hafa skemmt ræktarland, vegi, brýr og hús, svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert