Fundu meira brak á Indlandshafi

AFP

Braki sem gæti verið úr malasísku farþegaþotunni MH370, sem hvarf sporlaust í fyrra, hefur skolað á land á frönsku eyjunni Reunion. Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar rak brakið, sem er talið vera flugvélahurð, á land á öðrum stað en brakið sem fannst fyrr í vikunni og hefur verið flutt til Frakklands.

Ekki er enn vitað hvort brakið sé úr þotunni sjálfri eða úr Boeing 777-flugvél, eins og MH370 var.

Brakið fannst nálægt höfuðborginni Saint-Denis.

Yfirvöld í Malasíu staðfestu á föstudag að vænghlutinn sem rak á land af Indlandshafi fyrr í vikunni væro úr Boeing 777 þotu. Brakið gæti verið fyrsta áþreifanlega vísbendingin sem hjálpar til við að komast til botns í dularfullu ráðgátunni um örlög flugvélarinnar.

Martin Dolan, yfirmaður samgöngustofu Ástralíu, hefur sagt að fundur vænghlutans þýði ekkert endilega að aðra búta úr flugvélinni fari að reka á land á Reunion eða nálægum stöðum. „Á síðustu sextán til sautján mánuðum myndi allt fljótandi brak úr flugvélinni hafa dreifst um töluverðan hluta Indlandshafs.“

Frétt Sky

Franska eyjan Reunion.
Franska eyjan Reunion. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert