Merkel vill gefa kost á sér áfram

Angela Merkel Þýskalandskanslari.
Angela Merkel Þýskalandskanslari. AFP

Angela Merkel hyggst sitja áfram sem kanslari Þýskalands fjórða kjörtímabilið í röð. Þetta herma heimildir þýska vikublaðsins Der Spiegiel. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2017.

Fram kemur í umfjöllun blaðsins að Merkel hafi þegar rætt við sína helstu ráðgjafa um áform hennar.

Merkel hefur ekki tjáð sig opinberlega um hvort hún ætli að sækjast eftir því að vera áfram Þýskalandskanslari. Hún gaf það þó sterklega til kynna í ávarpi sem hún hélt í borginni Cologne í fyrra. Nú er hún í sumarfríi í Ölpunum.

Merkel mælist enn sem einn vinsælasti stjórnmálmaðurinn í Þýskalandi, sem þykir óvanalegt fyrir sitjandi kanslari.

Engin takmörk eru fyrir því í lögum eða reglum hversu mörg kjörtímabil í röð kanslari megi sitja. Helmut Kuhl var til að mynda kanslari í sextán ár áður en hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir sósíaldemókratanum Gerhard Schroder. Hvorugir nutu eins mikilla vinsælda og Merkel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert