Vígamenn Boko Haram drápu 13

Óöld hefur ríkt í Nígeríu vegna Boko Haram.
Óöld hefur ríkt í Nígeríu vegna Boko Haram. AFP

Vígamenn samtakanna Boko Haram drápu 13 þegar þeir réðust á þorpið Malari í norðausturhluta Nígeríu snemma í dag. Moha Saleh, bóndi á svæðinu, sagði að 27 hefðu særst í árásinni, sem varð um klukkan eitt um nótt.

„Þeir kveiktu líka í mörgum húsum eftir að hafa sakað okkur um að gefa hernum upplýsingar um hvar þeir héldu sig,“ sagði hann við AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert