Bongóblíða í Danmörku

AFP

Eftir óspennandi veður í maí, júní og júlí virðist bjart framundan hjá Dönum, að minnsta kosti miðað við fyrstu daga ágústmánaðar.

Allt bendir til þess að hitastigið fari yfir 25 gráður í dag eða næstu daga en það hefur aðeins einu sinni gerst í sumar, segir í fréttum The Local frá Danmörku.

Danir geta þakkað þetta lægð sem kemur vestur af Skotlandi og færist hægt norður á meðan hæðir halda sig fyrir austan. Hitinn í dag verður 20-25 gráður víðast hvar í Danmörku í dag en allt að 27 gráður í suðurhluta landsins. Það verður þurrt og sólríkt um allt land. Spáin er svipuð fyrir þriðjudag og miðvikudag fyrir utan hluta Jótlands. Þar er von á kaldara lofti og úrkomu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert