Kim Jong-Un hlýtur friðarverðlaun

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hlýtur friðarverðlaun Sukarno stofnunarinnar í Indónesíu. Ákvörðunin er skiljanlega umdeild en stofnunin hafnar allri gagnrýni.

„Við veitum Kim Jong-Un þessi verðlaun vegna þess að hann hefur verið samkvæmur sjálfum sér og breitt út boðskap hins mikla leiðtoga, Kim Il-sung, og barist gegn heimsvaldsstefnu,“ sagði Rachmawati Soekarnoputri, formaður Sukarno stofnunarinnar.

Stofnunin heitir eftir fyrsta forseta Indónesíu og Soekarnoputri er dóttir hans. Hún segir faðir sinn hafa staðið undir svipuðum ásökunum á sínum tíma en þau gefi ekkert fyrir vestrænan áróður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert