Leita enn að sex ára stúlku

Minnst fjórir eru látnir og 16 særðir eftir mikið óveður sem gekk yfir norðvesturhluta Makedóníu. Meðal hinna látnu eru þrjú börn.

Fréttaveita AFP greinir frá því að úrhellisrigning og sterkir vindar hafi gengið yfir bæinn Tetovo. Í veðurofsanum myndaðist mikið flóð og rifnuðu þar meðal annars tré upp með rótum. 

Fjórir eru sagðir látnir eftir óveðrið, þ.e. 83 ára einstaklingur og þrjú börn. Yngsta barnið var eins og hálfs árs gamalt, það næsta sjö ára og það elsta fjórtán ára. 

Fjölmennt lið björgunarmanna er nú að störfum á svæðinu, meðal annars sérstök björgunarsveit á vegum hersins. Leita þeir enn að sex ára stúlku og fullorðnum einstaklingi, en fólkið hvarf eftir að aurskriða hafnaði á íbúðarhúsum í bænum.   

Um 200 hús skemmdust í veðurofsanum auk þess sem mikið tjón varð á samgöngumannvirkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert