Shafqat Hussain var hengdur í nótt

Shafqat Hussain
Shafqat Hussain AFP

Shafqat Hussain, sem var dæmdur fyrir morð á barni árið 2004 þegar hann var fjórtán ára gamall, var tekinn af lífi í nótt.

Samkvæmt frétt BBC fékk Hussain að hitta fjölskyldu sína skömmu fyrir miðnætti og kveðja hana en hann var leiddur að gálganum skömmu fyrir dögun og hengdur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli frá alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Pakistönsk yfirvöld hafa tekið tæplega 200 manns af lífi það sem af er ári.

Að sögn lögmanns Hussain var játning Hussain þvinguð fram með pyntingum á sínum tíma og þar sem hann var ekki orðinn átján ára þegar dómurinn féll þá hefði ekki mátt dæma hann til dauða.

Fréttamaður BBC í Pakistan segir að flestir landsmenn séu fylgjandi dauðarefsingum og það sé hluti af lögum íslam að taka morðingja af lífi og þar vísað til spakmælisins auga fyrir auga. Því hafi réttlætið náð fram að ganga með aftöku Hussains þar sem hann hafi játað að hafa myrt sjö ára gamalt barn árið 2004 þó svo hann hafi síðar dregið játninguna til baka.

Ég er einn í klefanum núna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert