Þýski ríkissaksóknarinn rekinn

Harald Range.
Harald Range. AFP

Heiki Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, rak í dag Harald Range ríkissaksóknara úr embætti. Range hafði áður sakað ráðherrann um að hafa óeðlileg afskipti af rannsókn á máli sem varðar þýska vefmiðilinn Netzpollitik.org.

Ríkissaksóknari hefur að undanförnu rannsakað hvort tveir blaðamenn vefmiðilsins hafi gerst sekir um landráð með því að birta sérstök leyniskjöl um starfsemi þýsku þjóðaröryggisstofnunarinnar. Fram kemur í skjölunum að stofnunin hafi hug á því að herða eftirlit sitt með internetinu.

Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. Mótmæli voru haldin þar sem ríkissaksóknari var sakaður um að vega að tjáningarfrelsinu með því að reyna að þagga niður í rannsóknarblaðamönnum.

Dómsmálaráðherrann tilkynnti um fregnirnar á blaðamannafundi í dag. Gildir uppsögnin frá og með deginum í dag. Range, sem er 67 ára gamall, átti ekki að láta af embætti fyrr en á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert