„Við tölum ensku í Bandaríkjunum“

Konan sem skammaði Norma Vaquez fyrir að tala spænsku.
Konan sem skammaði Norma Vaquez fyrir að tala spænsku. Skjáskot af Facebook

Myndband sem sýnir þegar að kona hellir sér yfir aðra konu á veitingastað í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur nú verið dreift næstum því 500.000 sinnum. Þar að auki hafa 15 milljónir horft á myndbandið þar sem að konan skammar hina konuna fyrir að tala spænsku.

„Við tölum ensku í Bandaríkjunum,“ heyrist konan segja við Norma Vazquez sem hafði farið með son sinn Carlos Steven Vazquez út að borða í tilefni afmælis hans.

Carlos setti myndbandið inn á Facebook og hefur það vakið gífurlega sterk viðbrögð. Í myndbandninu segir konan Norma Vazquez að fara „aftur til Spánar,“ en Vazquez fjölskyldan er frá El Salvador. „Spænska er frá Spáni. Ég hef komið til Spánar þannig ég veit það,“ bætti hin konan við.

Á myndbandinu má sjá hvernig orð konunnar koma Norma Vazquez í uppnám. „Ég tala ensku, ekki góða en ég tala ensku,“ svarar hún með tárin í augunum.

Carlos Vasquez sagði í samtali við NBC að honum hafi fundist erfitt að sjá mömmu sína gráta. „Það var ekki sanngjarnt gagnvart mömmu minni að þurfa að gráta fyrir framan ókunnuga bara því hún var að tala spænsku. Þetta er Los Angeles. Meira að segja nafn borgarinnar er á spænsku. Þessi kona ætti ekki að trufla fjölskyldur fyrir tungumálið sem þau kjósa að tala.“

Konan heldur áfram á myndbandinu og líkir því að tala ensku við frelsi Bandaríkjanna. „Viljið þið að Rússarnir komi og segi ykkur hvað þið eigið að gera? Viljið þið að nasistarnir segi ykkur hvað þið eigið að gera?“

Þá svarar Carlos Vasquez konunni og segir að það sé einmitt það sem hún er að gera. „Þú ert að segja henni hvað hún á að gera. Hún talar ensku. Hún er ekki fullkomin en hún talar ensku.“

„Mér leið hræðilega, eins og ég væri einskis virði,“ sagði Norma Vaquez í samtali við NBC.

So today at IHOP a white lady stepped in and insulted my mother for speaking Spanish. She told my mom to learn English...

Posted by Carlos Steven Vasquez on Friday, July 31, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert