Fráskildir ekki bannfærðir

Margir binda vonir við Frans páfa, sem þykir mun frjálslyndari …
Margir binda vonir við Frans páfa, sem þykir mun frjálslyndari en flestir forverar hans. AFP

Samkvæmt kaþólskri trú hafa þeir sem skilja og ganga aftur í hjónband brotið gegn helgi hjónabandsins en Frans páfi segir að kirkjan verði engu að síður að taka þessum einstaklingum opnum örmum, og ekki síður börnum þeirra.

Kaþólikkar sem skilja og ganga aftur í hjónaband hafa fyrirgert rétti sínum til sakramentis og margir upplifa útilokun. Páfinn lagði hins vegar áherslu á það í dag að þessir einstaklingar hefðu ekki verið bannfærðir og það væri mikilvægt að þeir fengju hvatningu til að iðka trúna; með bæn, með því að hlusta á orð Guðs, ala börnin sín upp í trúnni og þjóna fátækum.

Frans sagði að kirkjan ætti að fara að dæmi Góða hirðisins og bjóða öll sín börn velkomin, líkt og móðir sem er viljug til að gefa líf sitt fyrir börn sín. „Það er engin auðveld lausn í þessum aðstæðum,“ sagði hann.

NPR sagði frá en hugleiðingar Frans páfa má finna á vefsíðu Vatican Radio.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert