Mikill viðbúnaður í Ósló

AFP

Lögreglan hefur girt af stórt svæði í kringum háskólann í Ósló en þar fannst hlutur sem jafnvel er talinn sprengja. Skotið var á öryggisvörð við skólann í nótt þegar hann varð var við tvo grunsamlega menn á skólalóðinni. Öryggisvörðurinn er ómeiddur.

Uppfært klukkan 8:13

Lögreglan segir að hluturinn sem fannst líkist mjög sprengju og sé greinilega ætlað að vekja ótta. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju sé að ræða eða eftirlíkingu.

Samkvæmt norska útvarpinu er þetta í annað skiptið í ár sem ráðist er á öryggisvörð á háskólasvæðinu á Blindern. Þetta hefur NRK eftir frétt á aktuellsikkerhet.no.

Aftenposten hefur eftir lögreglu á staðnum að þar sem hluturinn fannst skammt frá þeim stað þar sem skotárásin átti sér stað í nótt sé ekki hægt að útiloka að um sprengju sé að ræða og til að gæta fyllsta öryggis hafi stórt svæði verið rýmt.

Samkvæmt frétt VG fundust tveir grunsamlegir hlutir í poka á staðnum.

<blockquote class="twitter-tweet">

Bombegruppen jobber fortsatt med å avklare hva den mistenkelige gjenstanden er, og vi oppretterholder derfor avsperringen av omådet.

— Operasjonssentralen (@oslopolitiops) <a href="https://twitter.com/oslopolitiops/status/628807063477592064">August 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Í nóvember í fyrra réðust tveir menn á öryggisvörð á svæðinu vopnaðir rafbyssu, hníf og reipi.

Í nótt var skotið á öryggisvörðinn með litlum riffli, sennilega um 22 kalíbera. Annar mannanna skaut fjórum eða fimm skotum í átt að öryggisverðinum.

Lögreglan skoðar nú myndskeið úr öryggismyndavélum háskólans og að sögn lögreglu talaði maðurinn sem skaut öryggisvörðinn ensku. Hann er um 175 cm að hæð, með rauða derhúfu, klæddur svörtum jakka og í gráum skóm. 

NRK er með beina lýsingu hér

Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert