Styðja þarf við bakið á vinnandi mæðrum

Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP

Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. Hún er haldin árlega og markmiðið er að undirstrika mikilvægi brjóstagjafar fyrir börn heimsins.

Þema brjóstagjafavikunnar í ár er konur og vinna. Yfirskriftin er „Women and work – Let’s make it work“. Þessu er ætlað að leggja áherslu á þörfina fyrir betri stuðning við vinnandi mæður sem gefa börnum sínum brjóst, segir í tilkynningu frá Unicef.

„Í heiminum eru um 830 milljón vinnandi mæður sem margar snúa aftur á vinnumarkaðinn mjög snemma eftir fæðingu. Til að þær geti haldið brjóstagjöfinni áfram þarf þar til gerð löggjöf að vera til staðar – löggjöf sem styður við þær.

Hér er til dæmis um fæðingarorlof á launum að ræða og regluleg hlé á vinnutíma svo mæður geti haldið brjóstagjöfinni áfram. Brjóstagjöf og langir vinnudagar án þess að hlé séu gerð fara augljóslega ekki saman.

Margar milljónir kvenna vinna auk þess óformlega vinnu, árstíðabundna eða hlutastörf og standa jafnvel frammi fyrir enn meiri hindrunum hvað brjóstagjöf varðar. Þær þurfa öflugan stuðning fjölskyldu sinnar og samfélagsins alls til að geta tekist á við það mikla álag að vinna og gefa barni sínu brjóst,“ segir á vef Unicef.

Sjá nánar hér

Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir.
Alþjóðleg brjóstagjafavika stendur nú yfir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert