Telja morðin tengjast galdraiðkun

Annað fullt tung í einum almanaksmánuði er kallað blátt tungl.
Annað fullt tung í einum almanaksmánuði er kallað blátt tungl. AFP

Lögregluyfirvöld á Flórída telja að dauðsföll konu og tveggja fullorðinna sona hennar í Pensacola í lok júlí, megi rekja til helgiathafna í tengslum við blátt tungl. Fólkið fannst myrt á heimili konunnar en þau höfðu öll verið barin með klaufhamri og skorin á háls.

Fórnarlömbin voru Voncile Smith 77 ára, John William Smith 49 ára og Richard Thomas Smith 47 ára. Síðastnefndi hafði verið skotinn í höfuðið.

Að sögn lögreglustjóra Escambia-sýslu eru margir þættir málsins undarlegir. Hann sagði í samtali við Reuters að fjölskyldan hefði haldið sig útaf fyrir sig og að nágrannar hefðu aldrei hitt fjölskyldumeðlimi.

Yfirvöld segja morðin tengd galdraiðkun, og mögulega sé um að ræða einhvers konar wicca-helgiathöfn, hugsanlega í tengslum við blátt tungl sem birtist á þriggja ára fresti og sást síðast 31. júlí sl.

Þess ber að geta að morðin voru framin þremur dögum áður, en ósamræmið hefur ekki verið útskýrt af lögreglu.

Washington Post sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert