Slökkt á Depardieu

Gérard Depardieu sést hér í heimsókn á bóndabæ í Hvíta-Rússlandi.
Gérard Depardieu sést hér í heimsókn á bóndabæ í Hvíta-Rússlandi. AFP

Menningarráðuneyti Úkraínu hefur birt lista með þrettán listamönnum sem þykja hallir undir Rússland og eru nú bannaðir í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndahúsum í Úkraínu. Meðal þeirra er franski leikarinn Gérard Depardieu.

Á svarta listanum eru nöfn þrettán listamanna sem eru ógn við þjóðaröryggi Úkraínu vegna stuðnings síns við forseta Rússlands, Vladimír Pútín, og yfirtöku hans á Krím og stuðning við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Því verður bannað að spila lög þeirra og kvikmyndir þeirra ekki sýndar í náinni framtíð, segir talskona menningarráðuneytisins,Daryna Glushchenko við fréttamann AFP.

Depardieu, sem er rússneskur ríkisborgari síðan árið 2013, reitti stjórnvöld í Kænugarði til reiði með því að vera í miklu vinfengi við Pútín og neita tilvist sjálfstæðis Úkraínu.

Í júlí var tilkynnt um að leikarinn fengi ekki að koma inn í Úkraínu næstu fimm árin.

Gérard Depardieu og Al­ex­and­er Ljúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta Rúss­lands saman í …
Gérard Depardieu og Al­ex­and­er Ljúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta Rúss­lands saman í heyskap. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert